Steindórshagi 2 til 10

3-4 herbergja raðhúsaíbúðir með bílskúr 157.1 til 163,9fm

Rafmúr ehf kynnir 3-4 herbergja vandaðar raðhúsíbúðir við Steindórshaga 2 til 10 þar sem verönd snýr til suðurs (Steindórshagi Steindór Steindórsson náttúrufræðingur, skólameistari og heiðursborgari.) 

Útlit

Rafmúr ehf er nýtt byggingarfyrirtæki og er okkur mikið í mun að vanda vel til verka.   Þó svo að Rafmúr sé nýtt þá eru eigendur þess búnir að starfa í og við greinina frá 2004

Hönnuðir hússins eru  Rögnvaldur Harðarson byggingafræðingur ásamt Davíð Inga Guðmundsyni rafiðnfræðing.

Hver íbúð samanstendur af forstofu, þvottahúsi, bílskúr, geymslu, baðherbergi, sjónvarpsherbergi, eldhúsi, stofu, barnaherbergi, hjónaherbergi sem er með fataherbergi og sér baðherbergi með aðgang út á verönd.

Grunnmynd.

Útveggir:
Húsið er byggt úr Nudura frauðplasteiningum sem eru bæði steypumót og einangrun, sjá nánar á www.nudura.com  Nudura kubbarnir eru með samtals 13,4 sm einangrun, 6,7 sm að innan og 6,7 sm að utan og þar sem steypan er í miðjunni verður hún þar af leiðandi síður fyrir skemmdum. Að utan verður húsið múrað og málað í ljósum lit.

Milli íbúða er staðsteyptur 23cm veggur með 60dB hljóðdempun.  Innveggir eru hlaðnir úr gifsstein https://bauroc.is sem er myglufrír hita hertur frauðsteinn, hann er með tveggja klst brunaþol og hljóðdempun sem er 38dB.  Innveggir verða sandsparslaðir og málaðir, í bílskúr og geymslu verða veggir grófpússaðir og málaðir

Uppbygging þaks er gifs á blikkgrind, rakarvarnaplast, 220mm ull, 45mm loftunarbil, mygluvarinn krosslímd klæðning og tvöfalt lag af niðurbræddum þakpappa (flokkur T), þakbrúnir og þakkantar eru klæddir flasningum í sama lit og gluggar Ral 7016. Þakrennur eru innfeldar með  utanáliggjandi niðurföllum.

Gluggar og hurðir:
Gluggar og hurðir eru ál/tré  frá Rationel https://www.rationel.dk/ og þess má geta að í stofunni er stór rennihurð með um það bil 1,6 m opnun.

Gólf:
Gólfplata er 120mm steinsteypt, einangruð með 100mm plasteinangrun (24kg/m3), hiti er í gólfum. Öll gólf verða flísalögð, í bílgeymslu og geymslu er flísalagt með bílskúrsflísum 30×30.  Loft eru tekin niður og verða klædd með gifsi.  Lofthæð verður um 270 cm.  Í bílskúr verður að mestu full lofthæð eða um 360cm.   

Innréttingar og skápar:
Innréttingar verða í eldhúsi, baðherbergjum, forstofu, þvottahúsi og barnaherbergi, fataherbergi með hillum í hjónaherbergi.  Harðplast er á borðplötum.  Innbyggður ísskápur og uppþvottavél, ofn verður inní innréttingu, spanhelluborð í eyju.

Loftskiptikerfi.
Loftskiptikerfi af gerðinni Kompfovent 400 verður í íbúðinni með loftskipti getu uppá  472 rúmmetra á klst.

Vatnslagnir og hitakerfi:
Vatnslagnir fyrir heitt og kalt vatn eru plastlagnir (rör í rör) lagðar í gólfplötu. Tengigrindur eru bílgeymslu, hitalagnir eru í gólfum, neysluvatn er lagt skv. verkfræðiteikningum, varmaskiptir er á neysluvatni. 

Raflagnir:
Í íbúðum verður KNX forritanlegt rafkerfi fyrir ljósa og hitastýringu.
Rofarnir eru frá Eelectron og heita 9025, með innbyggðri hitastýringu, allur töflubúnaður er frá sama framleiðanda. Rofar við rúm í barnaherbergjum eru þrystirofar sem eru tengdir við KNX kerfið. Öll forritun byggir á senuvirkni. Innfeld LED lýsing verður í öllum rýmum nema í bílskúr og þvottahúsi, þar verða settir upp LED lampar. Inntak er í gólfskáp í bílskúr þar sem allur búnaður er staðsettur. Hefðbundin sökkulskaut spennujöfnun ásamt sérstauti er í hverri íbúð. KNX kerfið verður fullforritað með EVE Remote snjallsíma virkni og seljandi mun halda kynningu og kennslu fyrir kaupanda.

Raflagnir

Baðherbergi:
Flísalagt verður í hólf og gólf í baðherbergjum, þar er innrétting með handlaug, öll blöndunartæki verða að viðurkenndri gerð og koma þar sem teikningar sýna.

Í baðherbergjum verða innbyggð Grohe smcnt sett t210 sturtutæki, í sturtum verða Unidrain niðurföll 90cm. WC kassi er Geberit grind, klósettskál er Geberit selnova rimfree með softclose

Bílskúr:
Innkeyrsluhurð er einangruð og stálklædd með láréttum flekum og verður í sama lit og gluggar, hún verður uppsett með bílskúrshurðaopnara.  Gólf verður flísalagt

Eldvarnir:
Hver íbúð er sjálfstætt brunahólf sem skiptist í tvö brunahólf, íbúð og bílskúr. Reykskynjari og handslökkvitæki fylgir hverri íbúð ásamt sjúkrakassa. Í íbúðunum eru fjórar útgönguleiðir og björgunarop í hverju svefnherbergi.

Frágangur utanhús
Bílastæði og verönd eru steypt með snjóbræðslu í bílaplani og hluta verandar, lágir stoðveggir skilja að bílastæði og lóð að norðan.  Sunnan megin verða háir stoðveggir sem skilja milli íbúða.  Á suðurverönd eru lagnir fyrir heitan pott. 

Lóð verður grófjöfnuð og sáð í.

Annað:  Kaupandi íbúðar greiðir af henni skipulagsgjald.

Virðingarfyllst fyrir hönd Rafmúr ehf Davíð og Róbert Guðmundssynir